Að fjárfesta í gólfhita er snjöll aðferð að mörgu leyti. Vatnsrennsli í gólfhitarörum er sveigjanleg, hagkvæm, þægileg og örugg. Sveigjanleikinn felst í að þú getur tengt hvaða hitakerfi sem þér hentar við gólfhitarörin.

Umfram allt þá upplifir þú þægilegan varma frá gólfinu. Þar sem gólfhitarörin eru nokkrum millimetrum undir yfirborði gólfsins en það gildir ekki um gólfhitarör í nýsteyptum húsum en þar er yfirleitt 10 sentimetra steypa sem liggur ofan á rörunum sem gerir hitanum mun erfiðara með að komast upp. Sérhvert rými er hitað frá gólfi og upp. Gólfhiti sem kemur upp frá gólfhitarörunum lágmarkar raka og loftflæði, sem þýðir að það er minna af rykmaurum og ofnæmi í loftinu innandyra.

Án veggofna þá getur þú stillt upp húsgögnum eins og þú vilt og færð aukapláss sem ofnarnir tóku áður. Sum heimili eru með marga fjórfalda ofna sem taka mikið pláss.

Veggofnar hita mest upp loftið sem er næst þeim, sem skýrir af hverju það myndast kaldir blettir inni í miðju herbergjum en mikill hiti næst ofnunum. Það hefur þau áhrif að fólk opnar gluggana til þess að fá ferst loft inn en við það tapast hiti út um þá. Gólfhiti tryggir að lofthitinn helst jafn á svæðum þar sem hann liggur í gólfinu þannig að ekki er þörf á að opna glugga og hleypa hitanum út.

Við tökum að okkur hitalagnir fyrir flest steinsteypt gólf, innandyra sem og utandyra. Með nýrri og einfaldri tækni í fræsun er hægt að koma hitalögnum snögglega fyrir inní flestalla steinsteypu. Gólfhitafræsing fyrir hitarörum með fullri vinnu er 7.000 krónur fm2 með vsk. Það felur í sér fræsingu, allt ryk fjarlægt, ásamt 16 mm gólfhitarörum með súrefniskápu og lagningu þeirra. Gerum tilboð í stærri verk.


Innifalið i verði eru auk þess TEIKNINGAR á öllum röramottum í gólfum til að tryggja sem besta hitadreifingu. Bil á milli röra er 15 sentímetrar þannig að hitinn milli röra nái saman. Við fræsum 10 sentímetrum að veggjum og 5 sentímetra undir gólfhitakistur þar sem rörin koma uppúr gólfinu.


Lágmarksgjald á fræsingu ef um verk undir 10 fermetrum er að ræða er 70.000 krónur með vsk.

something went wrong
your message is successfully sent...

Tengiliðir

 • OPNUNARTÍMAR

  Við erum opin á milli 10 og 18 alla daga.
  Lokað um helgar.


 • REKSTRARSVÆÐI

  Við störfum fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu,
  en við tökum einnig að okkur flest verk á landsbyggðinni.

 • NEFTANG

  golfhitalausnir@gmail.com

 • HRINGDU í OKKUR:

  899 1604